Um Þór Guðnason
Þór hefur stundað hug- og heilsurækt í tæp 20 ár. Árið 2001 ákvað hann að gera áhugamálið að atvinnu og fór til Bandaríkjanna í Rope Yoga kennara nám hjá Guðna Gunnarssyni ásamt einkaþjálfaranámi hjá I.S.S.A.  Og síðan unnið sem einkaþjálfari í tækjasal og Ropeyoga kennari.

Hann hefur auk Rope Yoga og GlóMotion lagt stund á Ashtanga-jóga og hefur alltaf haft mikinn áhuga á jógaheimspeki. Árið 2010 varði Þór fjórum mánuðum við jógakennaranám hjá hinum virta jógameistara BNS Iyengar í borginni Mysore á Indlandi. Þar fór Þór í umfangsmikið nám þar sem farið var yfir Ashtanga yoga í heild sinni, Yoga stöður, Yoga öndun, Pranayama og Mudras orkuæfingar ásamt jóga heimspeki.

Þór starfar bæði við hóptíma kennslu og einkaþjálfun í Rope Yoga Setrinu og Nordica Spa.