Ropeyoga er heildrænt heilsuræktarkerfi sem sameinar líkamsþjálfun, hugrækt og lífsspeki til þess að milda streitu, draga úr sársauka, efla hreyfifærni og þróa grunnstyrk.
Ropeyoga er alger nýjung æfinga sem snúa að kviðholsvöðvunum, því æfingarnar ganga út á að nota hugann, öndunina og hreyfanleika til þjálfunarinnar, með uppbyggingu á vöðvum og brennslu kaloría í huga.
Rope Yoga gengur miklu lengra en hefðbundnar kviðaræfingar:
• Æfingarnar henta öllum aldurshópum án tillits til núverandi líkamsástands.
• Þú finnur strax fyrir árangri eftir fyrstu æfinguna.
• Þú beitir hvorki valdi eða þarft að þrauka við gerð æfinganna.
• Vitund okkar og öndun verður meðvituð um aukið súrefnisflæði, aukið blóðflæði og betri meltingu.
Æfingar í Ropeyoga samanstanda af fjögurra þrepa kerfi sem eru:
• Flæðisæfingar.
• Öndunaræfingar.
• Teygjur.
• Slökun, með áherslu á neðri hluta baks, mjaðmir og hnésbótarsinar.
Aðrir kostir Ropeyoga eru eftirfarandi:
• Þróar grunnstyrk kviðarvöðva.
• Heldur þyngd í skefjum.
• Eykur orku.
• Eykur á hitastjórnun.
• Eykur blóðflæði í kvið.
• Eykur súrefnisupptöku.
• Eykur upptöku næringarefna.
• Eflir úrgangslosun.
• Eykur liðleika
Ropeyoga er kerfi vellíðunar og þjálfunar sem tekur beint á gagnkvæmum tengslum líkama og hugar. Hugsanir og gjörðir falla saman við heimspeki og iðkun til að skapa verundarástand sem eflir lífsfyllingu og hamingju. Að sama skapi þá sameinar Ropeyoga öndun, hreyfingu og hugsun. Þessi sameining öndunnar og hreyfingar hefur þrek og heilsu upp í nýjar hæðir og iðkendur sjá sjálfa sig í nýju ljósi og öðlast þar af leiðandi mátt til að skapa nýjan og gjöfulan veruleika.