Við höfum tilhneigingu til að nota lokaða og stífa líkamsstöðu til að verja okkur tilfinningalega. Með tímanum veldur þetta því að vöðvarnir styttast, líkamstaðan aflagast, jafnvægispunktur líkamans skekkist, öndun grynnist og ef til vill fara
verkjavandamál að gera vart við sig.
Þessu ferli er hægt að snúa við. Það er aldrei of seint. Hámarks orka, vellíðan, andlegt og líkamlegt heilbrigði, agi, ástundun og andleg vakning. Það er áfangastaðurinn.