Gló Motion heilsurækt
Þór Guðnason er lærður meistarakennari í GlóMotion.

GlóMotion er heildrænt heilsuræktarkerfi sem sameinar líkamsþjálfun, hugrækt og lífsspeki til þess að losa streitu, draga úr sársauka, efla hreyfifærni og þróa grunnstyrk.

GlóMotion er alger nýjung æfinga sem snúa að kviðarholsvöðvunum, því æfingarnar ganga útá að nota vitund, öndun og hreyfanleika til þjálfunarinnar með uppbyggingu á vöðvum og brennslu kaloría í huga. Kerfið byggir á sex mismunandi tegundum æfinga.  

GlóCore eru kvið og fótleggja æfingar á þar sem notast er við böndin og GlóMotion bekkinn. Æfingarnar virkja kviðinn og losa um spennu í fótleggjum og baki.

GlóMobility köllum við flæðiæfingar.  Þær eru hannaðar til að auka vitund og hreyfigetu í kjarna líkamans.

GlóPostures eru stöðuæfingar sem eru endurteknar í ákveðnu tempói og örva orkuflæði í líkamanum.

GlóReleases eru rólegar æfingar þar sem við sleppum okkur inn í núið og aukum liðleika líkamans með fjölbreyttum djúp teygjum eða sleppum eins og við köllum þær.

GlóBreathing eru öndunaræfingar sem við köllum lungnaþennsluæfingar, þá opnum við þindina, rifjahylkið og virkjum lungnabörkinn.

GlóSlow eru lyftingar eða mótstöðuæfingar sem gerðar eru mjög hægt og í fullri vitund. 

Í Glómotion er einnig stuðst við næringarfræði, þar sem áherslan er bæði á hvað við setjum ofan í okkur og hvaða tilfinningar við nærum.

Nánar um GlóMotion