Öll erum við ólík og búum að ólíkri reynslu sem mótar okkur í tímans rás. Reynslan mótar ekki aðeins sjálfsmynd okkar heldur hefur hún einnig áhrif á líkamsástand og líkamsburð okkar – hvernig okkur líður í eigin skinni, hvernig við nærumst og hvernig við hugsum um okkur.
Langvarandi verkir, vöðvaspenna og viðnám í ákveðnum svæðum líkamans tengjast þannig gjarnan fyrri lífsreynslu, áföllum, streitu og tilfinningum.