Heildræn einkaþjálfun -
Kjarni heildrænnar nálgunar felst í því að við erum líkami, hugur og sál og þessir þættir verða ekki aðskildir. Grunnur heildrænnar einkaþjálfunnar felst í því að samtvinna styrktar og þolþjálfun við jógaiðkun og flæðisöndun í þeim tilgangi að ná fram hámarksárangri, fullri orku og vellíðan. 
Hug og heilsurækt
Öll erum við ólík og búum að ólíkri reynslu sem mótar okkur í tímans rás. Reynslan mótar ekki aðeins sjálfsmynd okkar heldur hefur hún einnig áhrif á líkamsástand og líkamsburð okkar – hvernig okkur líður í eigin skinni, hvernig við nærumst og hvernig við hugsum um okkur.
Langvarandi verkir, vöðvaspenna og viðnám í ákveðnum svæðum líkamans tengjast þannig gjarnan fyrri lífsreynslu, áföllum, streitu og tilfinningum.
Þór Guðnason
Þór hefur stundað hug- og heilsurækt í tæp 20 ár. Árið 2001 ákvað hann að gera áhugamálið að atvinnu og fór til Bandaríkjanna í Rope Yoga kennara nám hjá Guðna Gunnarssyni ásamt einkaþjálfaranámi hjá I.S.S.A.  

Hann hefur auk Rope Yoga og GlóMotion lagt stund á Ashtanga-jóga og hefur alltaf haft mikinn áhuga á jógaheimspeki. Árið 2010 varði Þór fjórum mánuðum ...
Lesa meira